…
Ráð fyrir smádýraeigendur á flugeldastund:
Stutti og fljótlegi listinn
Ásamt lista með hræðslumerkjum
Smádýr eins og kanínur, naggrísir, hamstrar, degu og gerbil hafa ekki gaman af óútskýrðum og skyndilegum hvellum sem fylgja flugeldum. Þessi dýr eru veiðibráð í náttúrunni, og eru forrituð til að bregðast við öllum óvenjulegu og óþægilegu áreiti með því að hræðast og flýja.
Ef þú heldur að smádýrið þitt (smádýrin) sé ekki orðinn vant flugeldahljóðum þegar lætin ganga yfir, eða þú hefur ekki náð að gera neitt til að venja smádýrið á hljóðin, þá eru hér leiðbeiningar um hvað er best að gera þegar hin hugsanlega „skelfilega“ stund gengur yfir.
Hvað er gott að gera til að flugeldastundin verði bærileg fyrir smádýr
- Ef búrið er á stað þar sem sést út er ráðlegt að annað hvort byrgja glugga þannig að ekki sjáist út, og loka gluggum þannig að hljóð utan frá berist síður inn, eða að flytja búrið inn í herbergi þar sem ekki sést út, og hljóðin utan frá berast síður til eyrna.
- Ef þú velur að færa búrið er ágætt að gera það með nokkurra daga fyrirvara svo smádýrið (smádýrin) venjist nýja staðnum.
- Það er mjög gott að spila rólega, taktfasta tónlist, það hátt að tónlistin nái að deyfa hljóðin sem berast utan frá.
- Sjáðu til þess að gott aðgengi sé að drykkjarvatni og kannski smá mat.
- Sjáðu til þess að nóg sé af hálmi og heyi til að smádýrið getið grafið sig í ef það vill, eða að smáhús inni í búrinu sé til staðar og dyrnar á smáhúsinu snúi í áttina frá látunum. Ef það er ekkert slíkt smáhýsi geturðu sett pappakassa í búrið og búið til einfaldar dyr á. Fyrir kanínur t.d. virkar þetta eins og kanínuhola þar sem kanínan upplifir sig öruggari.
- Hafðu ljósin kveikt svo snádýrið sjái umhverfið, eða hafðu skuggsýnt. Veldu það sem þú telur best.
- Vertu til staðar ef þörf er á. Talaðu við smádýrið með róandi röddu. Ekki sýna vorkun í tali eða fasi. Sýndu yfirvegun eins og ekkert sérstakt sé að gerast. Smádýrið mun sjá það og taka mark á því.
Þetta eru stuttar leiðbeiningar um hvað er best að gera þegar þessi „skelfilegi“ atburður gengur yfir. Til langs tíma er forvörn best: Að venja smádýrið á flugeldahljóð svo að smádýrið verði ekki hrætt við þessi hljóð, enda séu þau orðin hversdagsleg og skaðlaus í þess huga. Vefurinn Flugeldahljod.com býður ókeypis hljóðskrár og leiðbeiningar til að gera það. Ef aðeins örfáir dagar eru til áramóta og ef þú hefur ekki gert neitt af slíku, getur verið að tíminn sé of stuttur til að ná árangri. Þá þarftu að fara eftir ráðunum hér á undan.
Algeng merki um hræðslu hjá smádýrum:
Hræðsluviðbrögð hjá kanínum, hömstrum og naggrísum felast gjarnan í því að þau “frjósa” á staðnum.
Þau koma sér í skjól þar sem þau hafa mjög hægt um sig.
Þau geta titrað mjög, og farið að búa sér til skjól í heyi á mjög stressaðan hátt.
Leggja eyrun aftur.
Gnísta tönnum, eða það glamrar í tönnum.
Stappa niður afturfæti.
Þau tísta og „tala“ á stressaðan hátt.
(Þessar ráðleggingar eru byggðar á upplýsingum sem fengnar eru úr fagbókum og af vefsíðum hér og þar.)
Ef þú hefur hræðslumerki sem þú getur lýst og bætt við þennan lista, geturðu sent lýsinguna á postur@flugeldahljod.com