deildu-a-facebook-button-half deildu-a-twitter-button-half

flugeldahljod-radleggingar-aramot-fuglar

Ráð fyrir fuglaeigendur á flugeldastund:

Stutti og fljótlegi listinn

Ásamt lista með hræðslumerkjum

Búrfuglar eins og páfagaukar, gárar, dísur og finkur hafa mjög næma heyrn og þeim er illa við óútskýrða og skyndilega hvellina sem fylgja flugeldum. Dauðir fuglar eru að jafnaði fylgifiskar flugeldatímans erlendis, ef marka má ýmsar vefsíður.

Ef þú heldur að fuglinn (fuglarnir) sé ekki orðinn vanur flugeldahljóðum þegar lætin ganga yfir, eða þú hefur ekki náð að gera neitt til að venja fuglinn á hljóðin, þá eru hér leiðbeiningar um hvað er best að gera þegar hin ef til vill „skelfilega“ stund gengur yfir.

Hvað er gott að gera til að flugeldastundin verði bærileg fyrir búrfugla
  • Ef fuglabúrið er á stað þar sem sést út er ráðlegt að annað hvort byrgja glugga þannig að ekki sjáist út, og loka gluggum þannig að hljóð utan frá berist síður inn, eða að flytja búrið inn í herbergi þar sem ekki sést út, og hljóðin utan frá berast síður til eyrna.
  • Það er mjög gott að spila rólega, taktfasta tónlist, það hátt að tónlistin nái að deyfa hljóðin sem berast utan frá.
  • Ef þú velur að færa búrið er ágætt að gera það með nokkurra daga fyrirvara svo fuglinn (fuglarnir) venjist nýja staðnum.
  • Sjáðu til þess að gott aðgengi sé að drykkjarvatni og kannski smá mat.
  • Sjáðu til þess að fuglinn geti ekki flúið og flogið burtu ef hann verður hræddur. Hafðu búrið lokað, og alla glugga og dyr út lokaðar.
  • Hafðu ljósin kveikt svo fuglinn sjái umhverfið, eða hafðu skuggsýnt. Veldu það sem þú telur best.
  • Vertu til staðar ef þörf er á. Talaðu við fuglinn með róandi röddu. Ekki sýna vorkun í tali eða fasi. Sýndu yfirvegun eins og ekkert sérstakt sé að gerast. Fuglinn mun sjá það og taka mark á því.

Þetta eru stuttar leiðbeiningar um hvað er best að gera þegar þessi „skelfilegi“ atburður gengur yfir. Til langs tíma er forvörn best: Að venja fuglinn á flugeldahljóð svo að fuglinn verði ekki hræddur við þessi hljóð, enda séu þau orðin hversdagsleg og skaðlaus í hans huga. Vefurinn Flugeldahljod.com býður ókeypis hljóðskrár og leiðbeiningar til að gera það. Ef aðeins örfáir dagar eru til áramóta og ef þú hefur ekki gert neitt af slíku, getur verið að tíminn sé of stuttur til að ná árangri. Þá þarftu að fara eftir ráðunum hér á undan.

Algeng merki um hræðslu hjá fuglum:

Merkin um hræðslu eru þau að þeir hnipra sig í skjól þar sem það er að finna, eða hnipra sig á prikinu ef skjól er ekkert.

Fiðrið leggst að líkamanum og þeir verða mjög grannir á að líta.

Þeir geta verið ýmist einkennilega þögulir, eða skríkt eins og í mótmælaskyni á móti hvellunum.

Forðast tengsl við fólk, þó fuglinn hafi áður haft ánægju af tengslum.

Bítur og er ógnandi.

Reitir af sér fjaðrir.

(Þessar ráðleggingar eru byggðar á upplýsingum sem fengnar eru úr fagbókum og af vefsíðum hér og þar.)

Ef þú hefur hræðslumerki sem þú getur lýst og bætt við þennan lista, geturðu sent lýsinguna á postur@flugeldahljod.com

 

Þekkirðu gæludýraeigendur með aðra gerð af gæludýrum eða hestum? Segðu þeim frá ráðleggingum fyrir þeirra tegund:

 


show ip address