Ef ekki hefur tekist að venja hundinn alveg á flugeldahljóð í tæka tíð fyrir áramótin, eru hér viðurkennd ráð til að hjálpa hundinum að komast gegnum áramóta”brjálæðið”.
Lagalegur fyrirvari: Ekki eru gefnar neinar tryggingar fyrir því að þinn hundur muni komast klakklaust gegnum flugeldatímann þó að þessum ráðum sé beitt, sem eru svipuð þeim sem má finna á mörgum stöðum á vefnum. Framkvæmd þessara ráða er alfarið á ábyrgð eiganda. Ýmis hliðarskilyrði geta haft áhrif á árangur, varðandi hundinn, eigandann og aðstæður allar, sem gera að ekki er hægt að gefa tryggingu á árangri.