Velkomin/n!
horse-bara-blurundirHestar geta verið mjög hræddir og liðið illa vegna flugeldahljóða kringum áramót, stundum með alvarlegum afleiðingum. Með réttum aðferðum er hægt að minnka verulega eða eyða alveg þessu vandamáli hjá mörgum hestum, með því að venja þá á hljóðin. Þá eru hljóðin hversdagsleg og eru síður ógnandi.

Að venja dýr við þessi hljóð getur tekið nokkurn tíma (einstaklingsbundið milli dýra) og því er best að byrja strax! Þó eru hestar frekar fljótir að venjast á hljóð, í samanburði við aðrar dýrategundir.

Bein leið! Nú þarf ekki að skrá sig á póstlista.

Með því að nota lausnina hér á Flugeldahljóð.com samþykkir þú eftirfarandi skilmála (sjá neðst á síðunni):

Forupplýsingar og tvö myndskeið

Hér undir eru myndskeið og upplýsingar sem skýra hræðslu við hljóð, og aðferðir til að vinna á eða fyrirbyggja vandann.

Myndskeið:

Af hverju hræðsla við hljóð?

Ráð gegn óþarfa hræðslu við hljóð hjá gæludýrum

Ertu á tölvupóstlistanum?

Að skrá sig á tölvupóstlistann er ekki lengur skilyrði fyrir að nota Flugeldahljod.com, en það væri gott að þú skráðir þig inn. Þá getur þú fengið senda tölvupósta með gagnlegum upplýsingum, tilkynningum til að minna þig á tímasetningar, og til að þú getir gefið svör eftirá um notkun þína á lausninni.

Smelltu hér til að skrá þig inn á tölvupóstlistann

Smella hér.

Ókeypis aðgangur að þróuðum lausnum fyrir hesta

Til þess að venja hestinn á flugeldahljóð, og önnur hljóð, verður að beita réttum aðferðum. Þessar aðferðir nefnast desensitization og habituation á ensku hjá fagfólki. Það er algengt að faglegir hestaþjálfarar venji hestinn á allskyns áreiti og hljóð, og að það sé regluleg vinna gegnum árin, ekki aðeins fyrir unga hesta. Hestar sem notaðir eru af lögreguliðum erlendis fá t.d. mjög ítarlega þjálfun, sem stundum nefnist “bomb training”, og kallast þá “bomb proofed” þó að þjálfun sem skili algerum árangri sé ekki til.

Hér á þessari síðu færðu aðgang að hljóðum til að spila, sem eru niðurhalanlegar MP3 skrár, og réttum leiðbeiningum. Þetta er án endurgjalds, en verðmæti er annars um 1500-2000 krónur. Ef þú þarft CD disk eru leiðbeiningar um það þegar inn er komið. Þessi síða tengist vöruþróun þar sem nýjar lausnir eru þróaðar.

Hvaða hluti hesta á í erfiðleikum með flugeldahljóð og önnur hljóð?

Stutta og laggóða svarið er: “Allir!”, þar til búið er að venja þá á hljóðið.

Hestar eru grasbítar, og náttúruleg bráð eða “prey animal” á ensku. Tegundin þarf að vera stöðugt á varðbergi í náttúrunni, til að sleppa undan rándýrum. Grunn reglan með hesta og aðra náttúrulega bráð er að flýja sjálfkrafa allt sem þau þekkja ekki. Það væri hins vegar lítill tími til að matast ef alltaf væri verið að flýja, og því eru hestar almennt fljótir að venjast á hljóð þegar þeir átta sig á að ekkert hættulegt. Það getur tekið 1-2 daga að venja hest á nýtt hljóð, sem getur tekið 1-2 mánuði að venja hund á (eða styttra reyndar líka þar sem hundar eru mjög misjafnir). Það er aðeins til einn annar aðili sem selur svona vöru fyrir hesta, en annars hafa hestaþjálfarar verið að nota hinar og þessar upptökur (alþjóðlega) til að “desensitize” hestinn. Með því að nota þessa aðferð og gefa upplýsingar fyrir fram og eftir á getur þú hjálpað við að safna upplýsingum um hesta.

Mun þetta hjálpa þínum hesti?

Það er nokkuð ljóst að þessar aðferðir hér á flugeldahljod.com munu geta hjálpað mörgum hestum að verulegu leiti. Hvernig gengur með þinn hest, sem lest þetta, er erfiðara að segja, enda eru hestar misjafnlega viðkvæmir, og aðstæður hestaeigandans eru misjafnar. Vegna stærðar og aðstæðna hjá hestum þarf kannski viðameiri hljómtæki en fyrir t.d. páfagauk í búri. Ég get aðeins gefið almennar upplýsingar. En það er mjög þess virði að reyna. Segjum að það sé mjög líklegt að þinn hestur muni hafa betri stöðu eftir svona aðferð, séu allar aðstæður góðar.

Í svona þjálfun á einum hesti þarf að huga að því að hestar eru hjarðdýr. Það þarf að hafa í huga aðra hesta í nágrenninu og hvar þeir standa í þessu. Ef til vill ætti fólk í hesthúsahverfi að rabba saman um þetta.

Nokkrar viðbætur fyrir hesta: Stressandi umferðarhljóð

Það er ekkert grín ef að hestur fælist í útreiðartúr. Til að hjálpa hestaeigendum aðeins betur er bætt við hljóðskrám úr safni TopFauna (eiganda Flugeldahljod.com). Þetta eru umferðarhljóð, bílflautur og lögreglusírenur, mótorhjól, cross hjól og fjórhjól. Með þessum viðbótarhljóðum ætti að vonandi að vera hægt að gera hestinn þinn aðeins öruggari með sig þegar slík hljóð heyrast. Þessi hljóð snúa að vísu ekki að sjónræna þættinum, aðeins hljóðunum.

Af hverju allar tegundir gæludýra, líka smádýrin?

af-hverju-allar-tegundir

 

manifesto-islenska

Lagaleg skilyrði (disclaimer) varðandi öryggi og árangur

Með því að hlaða niður og nota hljóðskrárnar og leiðbeiningarnar samþykkir þú þessi skilyrði, og staðfestir að þú hefur kynnt þér vel efni þessara vefsíðna og ferð vandlega eftir leiðbeiningunum. Flugeldahljod.com getur ekki ábyrgst árangur af þessari aðferð. Flugeldahljod.com geta aðeins lofað að hafa lagt mikla vinnu í að gera þessar lausnir og leiðbeiningar vel úr garði, og að ef að hópur gæludýraeigenda nota þessar aðferðir þá á ástandið á gæludýrunum, heilt yfir séð, að verða mun betra í þessu tilliti en annars hefði verið. Hér er boðið upp á sérstaklega samsettar hljóðskrár og leiðbeiningar, en þar fyrir utan eru fjórir megin þættir sem Flugeldahljod.com getur ekki haft áhrif á:

  1. Gæludýr eru mismunandi að upplagi. Sum verða ekki hrædd við hljóð, önnur mjög hrædd. Sum ná frekar fljótt að venjast hljóðum, önnur taka lengri tíma, og örfá glíma við önnur heilsufarsleg, taugaleg, erfðafræðileg mál sem blandast í málið og gera að verkum að ekki er hægt að vinna með dýrið nema með aðkomu dýralæknis.
  2. Aðstæður eru mismunandi, og hljómtæki sem fólk á eru mismunandi.
  3. Eigendur eru mismunandi, með mismunandi nálgun að svona aðferð, og hafa mis mikinn tíma, en þessi aðferð krefst nokkurrar nákvæmni, sérstaklega klassíska aðferðin, en nýja aðferðin ætti að vera auðveldari og öruggari.
  4. Stundum koma upp óvænt tilvik sem enginn gat séð fyrir, en hafa áhrif á framvinduna.

Flugeldahljod.com getur ekki haft nein áhrif á þessa þætti. Lausnin á Flugeldahljod.com er © copyright 2015 allur réttur áskilinn, og er aðeins til einkanota. Notandi verður að sækja lausnina hingað og taka þátt í spurningakönnun, og má ekki áframselja lausnina.


show ip address