Settu þessa síðu í bookmarks/favorites. Geymdu líka tölvupóstinn með slóðinni á síðuna.
Viltu hjálpa öðrum gæludýra- og hestaeigendum, og segja þeim frá þessari síðu? Póstaðu á Facebook, tístu á Twitter, sendu tölvupóst eða SMS með þessum slóðum
http://topf.cc/fh eða www.flugeldahljod.com
![]() |
![]() |
Vinsamlega ekki senda fólk beint á þessa síðu, þar sem nauðsynlegt er að fá það á tölvupóstlistann svo það sé hægt að gera könnun eftirá!
Ertu á tölvupóstlistanum?
Að skrá sig á tölvupóstlistann er ekki lengur skilyrði fyrir að nota Flugeldahljod.com, en það væri gott að þú skráðir þig inn. Þá getur þú fengið senda tölvupósta með gagnlegum upplýsingum, tilkynningum til að minna þig á tímasetningar, og til að þú getir gefið svör eftirá um notkun þína á lausninni.
Smelltu hér til að skrá þig inn á tölvupóstlistann
Hér hleður þú niður NÝJU lausninni fyrir blandaðar tegundir gæludýra.
Leiðbeiningar fyrir nýju lausnina eru undir.
Með því að nota þessa lausn samþykkir þú eftirfarandi skilmála (sjá neðst á síðunni):
Ný lausn – mappa zip pökkuð – í henni fimm möppur með MP3 skrám
Með því að hlaða niður skránum samþykkir þú skilyrði (disclaimer) varðandi öryggi og árangur sem má sjá neðst á síðunni.
…
Notar þú CD diskspilara? Skoðaðu neðar á síðunni (smella).
Sýnilegi hluti flugelda: Sjá líka neðar á síðunni.
…
Ertu með nettengt tæki?
Þú getur streymt hljóðunum beint af streymisveitunni Sound Cloud (smella).
Leiðbeiningar fyrir nýju lausnina
Í örstuttu máli:
Spila á hljóðin daglega. Byrja skal á pakka 1 þar sem hljóðin eru fyrirfram stillt mjög lágt. Píanótónlist í upphafi er stillt í þægilega hljóðhæð, sömu hljóðhæð í öllum pökkunum. Fara skal eftir nokkra daga í pakka 2, svo 3, 4 og 5, eins hratt og gæludýrin hafa vanist hljóðhæðinni, og það sést að hann er rólegur yfir hljóðuðum í þeim pakka. Ef hljóðið er aðeins of hátt í nýjum pakka má lækka aðeins og hækka svo síðar. Í pakka 5 eru hljóðin spiluð á náttúrulegum styrk, eins og sjálfur atburðurinn væri í gangi. Spila skal á mismunandi stöðum, á mismunandi tímum. Eigandinn á ekki að sýna nein viðbrögð, og það á að virðast eins og hljóðin komi fyrir tilviljun án þess að eigandinn hafi áhrif á. Rétt er að hafa sérstakan viðbúnað um áramót.
…
Byrja lágt, hækka smám saman
Vandinn við flugeldahljóð er m.a. að þau eru óþekkt, koma skyndilega og með miklum hávaða. Ef gæludýraeigandi spilar slík hljóð fyrir gæludýrið á fullum styrk, er gæludýrið í sömu stöðu og í “náttúrulegu” stöðunni, þ.e. hljóðin eru mjög hávær og gæludýrið getur fengið áfall og fyllst hræðslu.
Lausnin á því er að byrja að spila hljóðin mjög lágt og hækka svo smám saman, eins og gæludýrið þolir. Að lokum þekkir það hljóðið á fullum styrk og kippir sér ekki upp við það. Þessi aðferð kallast desensitization þegar unnið er með vandamál, eða habituation þegar verið er að fyrirbyggja vandamál.
Flugeldahljóðskrárnar eru stilltar af í mismunandi hljóðhæð í skrefunum fimm, frá mjög lágu til fulls styrks. Þannig er mun þægilegra að finna ávallt réttu hljóðhæðina á mismunandi stöðum og jafnvel í mismunandi hljómtækjum, þegar þú ert mismunandi langt komin/n í ferlinu. Þetta er ástæðan fyrir fimm skrefum í stað eins setts af flugeldahljóðskrám í klassísku lausninni. Tilgangurinn hér er skýr: Að gera hlutina rétt, að forðast mistök, og komast alla leið meðferðina á enda. Tilgangurinn er ekki að búa til einfaldara form, (app í farsíma eða spjaldtölvu getur ekki eitt og sér leyst þetta verkefni, enda fer afgreiðsla hljóðanna fram í hátölurum og magnara, stundum græjur í stofu, stundum ferðatæki, stundum bíltæki, sem geta verið stillt mismunandi hátt frá degi til dags, oft án þess að það sé neinn kvarði á tækinu til að fylgjast með).
Hér eru skrefin. Kynntu þér vel þessi skref og farðu eftir þeim, þá er hámarks líkur á góðum árangri 🙂
- Hljóðin á að spila daglega þar til gæludýrin hafa vanist hljóðunum, og hræðist þá ekki hin raunverulegu hljóð, eða hræðist þau minna.* Lykil atriði sem verður að fylgja er að byrja á spilunina mjög lágt, og hækka svo hjóðhæðina í litlum skrefum eftir því sem gæludýrin þola, þar til þau hafa náð fullum styrk. Ekki freistast til að byrja á að spila hljóðin af fullum styrk í upphafi, “til að prófa, bara smá, til að sjá hvort gæludýrin bregðist við”. Þetta getur leitt til áfalls fyrir gæludýr. Hljómtæki sem eru notuð eiga, undir lok ferlisins, að skila hljóðunum sæmilega raunveralega í styrk og hljómgæðum. Fjórar mismunandi flugeldahljóðskrár fylgja þessari lausn og á að spila þær sitt á hvað fyrir fjölbreytni (lengd frá rúmum fimm til rúmlega átta mínútur), á mismunandi stöðum og jafnvel tímum.
- Byrjaðu á hljóðskránum í skrefi nr. 1. Fyrsta skráin í öllum skrefum er þægileg píanótónlist, alltaf í sömu hljóðhæð. Stilltu hljóðhæðina þannig að píanóið sé á venjulegri hljóðhæð til að hlusta. Ef hljómtækið er með kvarða, eða þú getur munað hljóðhæðina, skrifað hana niður, merkt hana, gerðu það þá. Hljóðhæðin á tækinu verður að mestu sú sama gegnum allan ferilinn. Haltu hljóðhæðinni og hækkaðu hana ekki. Hljóðið er stillt u.þ.b. rétt fyrir þetta skref. Til að hækka hljóðið færirðu þig í næsta skref fyrir ofan. Þú getur hins vegar lækkað örlítið ef þörf er á (sjá lið nr. 7).
- Þegar þú ert búinn að stilla hljóðhæðina getur þú smellt á “áfram” takkann, [>>]. Hljómtækið fer að spila næstu hljóðskrána sem er flugeldahljóð. Þú getur líka valið aðra hljóðskrá þar sem þær eru fjórar.
- Skoðaðu viðbrögðin:
- Afslappaður: Ef gæludýrin eru alveg afslöppuð, skiptu þá yfir í skref nr. 2 daginn eftir.
- Örlítið óróleg: Ef gæludýrin sýna smá óróleika, þá ertu á góðum stað, alveg við mörkin að “pirrings” svæði þeirra. Haltu áfram nokkra daga þar til gæludýrin eru orðin rólegur og hefur vanist hljóðunum. Skiptu þá yfir hljóðskrárnar í skrefi nr. 2 daginn eftir, og haltu þessu áfram koll af kolli. Í skrefi 3, 4 og loks 5.
- Ef gæludýrin (eða eitt af þeim) eru of óróleg þegar þú hefur skipt upp í næsta pakka fyrir ofan, (þetta eru fimm skref sem er dálítið bratt), getur þú lækkað aðeins hljóðið. Sjá frekari upplýsingar hér undir.
- Mjög óróleg: Ef gæludýrin (eða eitt af þeim) eru mjög óróleg, hættu þá. Lækkaðu hljóðið daginn eftir og haltu áfram. Ef gæludýrin róast alls ekki og er mjög æstur og þjáður, talaðu þá við dýralækni. Það geta verið önnur heilsufarsleg vandamál fyrir hendi, sem þessi meðferð lagar ekki.
- Svona hækkar þú hljóðstyrkinn smám saman. Gerðu þetta eins hratt og mögulegt er, ekki dvelja við óbreytta hljóðhæð. Það er misjafnt hve langan tíma þetta tekur milli einstakra gæludýra. Frá einni viku til nokkurra vikna. Fylgdu tempói þess dýrs sem er hægast í þessu ferli. Það er nauðsynlegt að spila hljóðin á öllum stöðum þar sem gæludýrin dvelja, inni í húsi, út, í bílnum, eða alla vega öllum stöðum þar sem búast má við að hann heyri flugeldarhljóð. Annars getur þau vanist hljóðum á einum stað, en verið jafn hræddur við þau á öðrum stað, (e. locational tolerance). Gæludýrin mega ekki átta sig á að þú setjir hljóðin af stað. Þau eiga að koma “fyrir tilviljun”. Ekki rjúfa hljóðin skyndilega, og alls ekki þannig að gæludýrin átti sig að þú sért að því. Passaðu upp á að önnur áreiti séu ekki í gangi sem trufla. Láttu alla vita hvað er að gerast, svo allir séu sáttir. Svona hljóð eru ekki alltaf skemmtileg, en þetta eru bara 5-9 mínútur í einu.
- Þú þarft að velja alltaf réttan hluta/disk, þ.e. í réttri röð. Ef allt í einu er spilað á of miklum styrk getur gæludýr fengið áfall og hellst yfir það hræðslan sem einmitt er verið að reyna að vinna með eða fyrirbyggja, sem getur tekið talsverðan tíma að laga.
- Til að fylgjast með gæludýrunum er gott að skilja vel hræðslumerki. Smelltu hér til að sjá lista yfir hræðslumerki mismunandi gæludýra. Sýndu sjálf/ur engin viðbrögð, eins og hljóðin skipti alls engu máli, og ekki bregðast við með vorkunn eða hughreystandi viðbrögðum ef gæludýrið er órólegt. Með því sýnir þú að hljóðin skipta engu máli, enda eru hljóðin ekki hættuleg, og gæludýrið áttar sig á því að lokum. Ef þú kjassar gæludýr og talar í vorkunnartón þegar það sýnir óöryggi heldur það að það sé raunveruleg ástæða til hræðslu. Sumir hundaeigendur hafa spannað upp enn meiri hræðslu í hundinum sínum með slíku. Í staðinn áttu að lækka hljóðið og halda svo áfram frá þeim punkti.
- Þegar þú spilar hljóðin á hljóðstyrk sem er eins og raunverulega sé verið að skjóta upp flugeldum, og öll gæludýrin eru orðin vön og róleg yfir hljóðunum, enda hefur þol þeirra verið byggt upp “mjúklega”, stig af stigi, má telja að gæludýrin sé útskrifuð! Til hamingju!
- Þó er ekki hægt að tryggja að gæludýrin séu alveg sátt þegar raunverulegum flugeldum, skotkökum og slíku er skotið upp. Heyrn þeirra margra er næmari en okkar, og hávaðasamir hvellir geta verið mjög óþægilegir, plús lykt af brennandi púðri, og svo sýnilegi hluti flugeldanna (sjá undir). Ef þú ert ekki örugg/ur um að búið sé að venja gæludýrin á hljóðin, einhver af gæludýrunum eru óróleg, hafðu þau þá inni yfir áramótin og búðu um þau eins og mælt er með (sjá leiðbeiningar hér). Raunar skaltu hafa þessi ráð til reiðu, hvort sem þú telur gæludýrin tilbúin eða ekki. Síðari tíma viðhald: Gæludýr geta “af-vanist” hljóðunum. Því er nauðsynlegt að viðhalda þessu með því að spila hljóðin aftur, til dæmis nokkrum vikum fyrir flugeldatíma.
- Það segir ekkert um “gæði” einstakra gæludýra hve langan tíma þetta tekur, sem er mjög mismunandi (og margir eru ekki viðkvæmir fyrir þessu yfirleitt). Þetta er eins og að vera nærsýnn eða fjarsýnn, þú dæmir ekki manneskjuna eftir því. Það er því þarflaust að bera saman gæludýr og láta eins og einn sé betri en hinn.
Notar þú CD diskspilara?
Ef þú vilt spila af CD diskum, eru tvær leiðir:
1 Þú getur brennt eigin CD diska, notandi fimm tóma CD-R diska og MP3 skrárnar á þessari síðu. Fyrir fimm pakka, píanótónlist plús fjórar hljóðskrár þarftu fimm diska. Það er reyndar hægt að koma fimm hljóðskrám fyrir á diski, en þá þarftu að vera á stoppklukkunni til að stoppa spilunina á réttum tíma, því annars getur spilunin haldið áfram í hærri skrár of snemma og hundurinn getur e.t.v. fengið áfall. Þú missir því af þægindum og öryggi sem fylgir fimm alveg aðskildum pökkum.
2 Þú getur ekki keypt nýju lausnina á CD ennþá á Amazon eða á öðrum vinsælum vefverslunum. Þú getur raunar ekki fengið hana á MP3 heldur. Þetta er nýjung sem er að koma fram og er rétt við það að fara á markað (með fleiri tegundum hljóða en flugelda).
Sýnilegi hluti flugeldanna. Geturðu þjálfað þann þátt?
Ef þú átt stórt (mjög stórt) sjónvarp eða skjávarpa til að varpa á vegg í myrku herbergi, eða utandyra í myrkri, geturðu spilað video, þar sem hann er tiltölulega nálægt. Þú ferð svipað að og með hljóðin, þ.e. lætur skjáinn vera nokkuð langt frá í upphafi, og færir gæludýrið svo nær (eða skjáinn nær), þar til lætin á skjánum eru orðin þokkalega stór hluti sjónsviðsins. Það er hugsanlegt að gæludýrin læri á sjónræna þáttinn líka. Ef hundur/hundar er á meðal gæludýranna má taka fram að hundar hafa fullkomnari sjón en mennirnir: Videomynd með 25 römmum á sekúndu sjáum við sem samfellda flæðandi hreyfimynd, en hundurinn sér 25 sjálfstæðar myndir. Flugeldahljod.com hefur sérstakan áhuga á að heyra af árangri af svona tilraun.
Smelltu hér til að sjá myndskeið frá áramótum, á Youtube.
Smelltu hér til að sjá myndskeið frá flugeldasýningu, á Youtube.
Hljóðrásin er góð í þessu myndskeiði. Smelltu á ferninginn niðri til hægri við skjáinn á Youtube, þá færðu allan skjáinn (full screen). Þú getur hlaðið niður myndskeiðinu með til þess gerðri þjónustu, til dæmis þessari.
Lagaleg skilyrði (disclaimer) varðandi öryggi og árangur
Með því að hlaða niður og nota hljóðskrárnar og leiðbeiningarnar samþykkir þú þessi skilyrði, og staðfestir að þú hefur kynnt þér vel efni þessara vefsíðna og ferð vandlega eftir leiðbeiningunum. Flugeldahljod.com getur ekki ábyrgst árangur af þessari aðferð. Flugeldahljod.com geta aðeins lofað að hafa lagt mikla vinnu í að gera þessar lausnir og leiðbeiningar vel úr garði, og að ef að hópur gæludýraeigenda nota þessar aðferðir þá á ástandið á gæludýrunum, heilt yfir séð, að verða mun betra í þessu tilliti en annars hefði verið. Hér er boðið upp á sérstaklega samsettar hljóðskrár og leiðbeiningar, en þar fyrir utan eru fjórir megin þættir sem Flugeldahljod.com getur ekki haft áhrif á:
- Gæludýr eru mismunandi að upplagi. Sum verða ekki hrædd við hljóð, önnur mjög hrædd. Sum ná frekar fljótt að venjast hljóðum, önnur taka lengri tíma, og örfá glíma við önnur heilsufarsleg, taugaleg, erfðafræðileg mál sem blandast í málið og gera að verkum að ekki er hægt að vinna með dýrið nema með aðkomu dýralæknis.
- Aðstæður eru mismunandi, og hljómtæki sem fólk á eru mismunandi.
- Eigendur eru mismunandi, með mismunandi nálgun að svona aðferð, og hafa mis mikinn tíma, en þessi aðferð krefst nokkurrar nákvæmni, sérstaklega klassíska aðferðin, en nýja aðferðin ætti að vera auðveldari og öruggari.
- Stundum koma upp óvænt tilvik sem enginn gat séð fyrir, en hafa áhrif á framvinduna.
Flugeldahljod.com getur ekki haft nein áhrif á þessa þætti. Lausnin á Flugeldahljod.com er © copyright 2015 allur réttur áskilinn, og er aðeins til einkanota. Notandi verður að sækja lausnina hingað og taka þátt í spurningakönnun, og má ekki áframselja lausnina.
= = = = =
Er bilið frá einum pakka til þess næsta í hljóðhæð of mikið? Þá má lækka aðeins hljóðhæðina í tækinu þannig að hljóðhæðin sé mitt á milli nýja og fyrri pakkans. Hér eru leiðbeiningar um hve mikið á að lækka. Í pakka nr. 1, til að lækka hljóðstyrk um helming niður að 0: Lækka um helming. Nýkominn í pakka nr. 2, til að lækka helming að hljóðstyrk í pakka nr. 1: Lækkaðu hljóðið um fjórðung. Nýkominn í pakka nr .3, til að lækka helming að hljóðstyrk í pakka nr. 2: Lækkaðu um 1/6. Nýkominn í pakka nr .4, til að lækka helming að hljóðstyrk í pakka nr. 3: Lækkaðu um 1/8. Nýkominn í pakka nr .5, til að lækka helming að hljóðstyrk í pakka nr. 4: Lækkaðu um 1/10. Ef þú lækkar meira en þetta ertu búinn að lækka nokkurn veginn alveg niður að pakkanum fyrir neðan, svo það er enginn munur á fyrri pakka og nýja pakkanum.