Óvirk viðbrögð
Eyru leggjast aftur
Skottið sett á milli afturfóta
Mikill skjálfti
Ýlfrar og lítill í sér
Slefar mikið
Missir matarlyst
Svarar ekki kalli
Virkari viðbrögð
Geltir mikið og gólar
Reynir að flýja hljóðin og ljósin með því að fela sig t.d. undir sófa eða rúmi, inni í fjarlægu herbergi eða skríður inn í skáp
Reynir að komast út til að flýja
Mígur eða skítur þar sem hann er staddur
Tryllist. Veður um og krafsar, bítur og nagar húsgögn og húsmuni
Sker sig, særir fótaþófa og munn, brýtur eigin tennur
Það hefur gerst erlendis að stórir hundar, trylltir af hræðslu, stökkva út í gegnum stóra glerrúðu sem þeir mölbrjóta og særa sjálfa sig um leið sem róar þá ekki niður.
Stundum hlaupa hundar ærir af hræðslu út á vegi og hraðbrautir með mikilli bílaumferð, með vondum afleiðingum (verða fyrir bílum).
Hundar hafa tínst og ekki fundist aftur, en það á við um stóru löndin.
…
Þessar upplýsingar eru fengnar héðan og þaðan, úr bókum og af vefnum. Ef þú hefur við þetta að bæta, endilega sendu póst á postur@flugeldahljod.com.