Settu þessa síðu í bookmarks/favorites. Geymdu líka tölvupóstinn með slóðinni á síðuna.

Viltu hjálpa öðrum gæludýra- og hestaeigendum, og segja þeim frá þessari síðu? Póstaðu á Facebook, tístu á Twitter, sendu tölvupóst eða SMS með þessum slóðum

http://topf.cc/fh eða www.flugeldahljod.com
deildu-a-facebook-button-half-pngtranspar deildu-a-twitter-button-half-pngtranspar

Ertu á tölvupóstlistanum?

Að skrá sig á tölvupóstlistann er ekki lengur skilyrði fyrir að nota Flugeldahljod.com, en það væri gott að þú skráðir þig inn. Þá getur þú fengið senda tölvupósta með gagnlegum upplýsingum, tilkynningum til að minna þig á tímasetningar, og til að þú getir gefið svör eftirá um notkun þína á lausninni.

Smelltu hér til að skrá þig inn á tölvupóstlistann

Smella hér.

horse-bara-blurundir
Hér hleður þú niður klassísku lausninni fyrir hesta (bætt hefur verið við hljóðum fyrir hesta).

Leiðbeiningar fyrir klassísku lausninni eru undir.

Með því að nota þessa lausn samþykkir þú eftirfarandi skilmála (sjá neðst á síðunni):

Klassísk lausn – mappa zip pökkuð með MP3 skrám

hlada-nidur-zip-skjali-button-green-2-pngtranspar

Hægrismelltu til að hlaða niður og vista á tölvunni.
Afpakkaðu skránni með Zip forriti eða t.d. hægri smella
á skjalið í tölvunni og velja “Extract all” á listanum.

Með því að hlaða niður skránum samþykkir þú skilyrði (disclaimer) varðandi öryggi og árangur sem má sjá neðst á síðunni.

Bætt var við nýjum hljóðum fyrir hesta í þessari skrá. Hér er listi yfir hljóðin í skránni:

01-flugeldar-eftir-midnaetti-rolegra.mp3

02-flugeldar-midnaetti-mikid.mp3

03-umferd.mp3

04-bilflautur.mp3

05-blaktandi-fanar.mp3

05-motorhjol-1.mp3

07-flugeldasyning-auka-hljodeffektar.mp3

08-logreglusirenur.mp3

09-motorhjol-2.mp3

10-motorhjol-3.mp3

11-hundar.mp3

12-flugeldasyning.mp3

audio-cd-w100px

Notar þú CD diskspilara? Skoðaðu neðar á síðunni (smella).

Sýnilegi hluti flugelda: Sjá líka neðar á síðunni.

soundcloud-logo-128x128

Ertu með nettengt tæki?

Þú getur streymt hljóðunum beint af streymisveitunni Sound Cloud (smella).

(Nýju hljóðin eru ekki á Soundcloud)

Leiðbeiningar fyrir klassísku lausnina

Í örstuttu máli:

Spila á hljóðin daglega, en byrja mjög lágt og hækka smám saman milli daga, eins hratt og hægt er eftir því sem hesturinn/hestarnir þola, þegar sést að hann er rólegur yfir hljóðinu á þeim styrk, þar til að lokum að hljóðin eru spiluð á sama styrk og ef sjálfur atburðurinn væri í gangi. Spila skal á mismunandi stöðum, á mismunandi tímum. Eigandinn á ekki að sýna nein viðbrögð, og það á að virðast eins og hljóðin komi fyrir tilviljun án þess að eigandinn hafi áhrif á. Rétt er að hafa sérstakan viðbúnað um sjálf áramótin þó búið sé að fara gegnum þessi skref.

Byrja lágt, hækka smám saman

Vandinn við flugeldahljóð er m.a. að þau eru óþekkt, koma skyndilega og með miklum hávaða.Ef gæludýraeigandi spilar slík hljóð fyrir gæludýrið á fullum styrk, er gæludýrið í sömu stöðu og í “náttúrulegu” stöðunni, þ.e. hljóðin eru mjög hávær og gæludýrið getur fengið áfall og fyllst hræðslu.

Lausnin á því er að byrja að spila hljóðin mjög lágt og hækka svo smám saman, eins og gæludýrið þolir. Að lokum þekkir það hljóðið á fullum styrk og kippir sér ekki upp við það. Þessi aðferð kallast desensitization þegar unnið er með vandamál, eða habituation þegar verið er að fyrirbyggja vandamál. Hér eru skrefin.Kynntu þér vel þessi skref og farðu eftir þeim, þá er hámarks líkur á góðum árangri 🙂

  1. Hljóðin á að spila daglega þar til hesturinn/hestarnir hefur vanist hljóðunum, og hræðist þá ekki hin raunverulegu hljóð, eða hræðist þau minna.* Lykil atriði sem verður að fylgja er að byrja á spilunina mjög lágt, og hækka svo hjóðhæðina í litlum skrefum eftir því sem hesturinn þolir, þar til þau hafa náð fullum styrk. Ekki freistast til að byrja á að spila hljóðin af fullum styrk í upphafi, “til að prófa, bara smá, til að sjá hvort hesturinn bregðist við”. Þetta getur leitt til áfalls fyrir dýrið, enda eru hestar sérlega fælnar skepnur sem veiðibráð (prey animal) í náttúrunni. Hljómtæki sem eru notuð eiga, undir lok ferlisins, að skila hljóðunum sæmilega raunveralega í styrk og hljómgæðum. Fjórar mismunandi flugeldahljóðskrár fylgja þessari lausn og á að spila þær sitt á hvað fyrir fjölbreytni (lengd frá rúmum fimm til rúmlega átta mínútur), á mismunandi stöðum og jafnvel tímum.
  2. Spilaðu hljóðin mjög lágt. Skoðaðu viðbrögðin:
  3. Afslappaður: Ef hesturinn þinn er alveg afslappaður, hækkaðu hljóðið örlítið daginn eftir.
  4. Örlítið órólegur: Ef hesturinn sýnir smá óróleika, þá ertu á góðum stað, alveg við mörkin að “pirrings” svæði hans. Haltu áfram nokkra daga þar til hesturinn er orðinn rólegur og hefur vanist hljóðunum. Hækkaðu svo hljóðið örlítið daginn eftir, og haltu þessu áfram koll af kolli.
  5. Mjög órólegur: Ef hesturinn er mjög órólegur, hættu þá. Lækkaðu hljóðið daginn eftir og haltu áfram. Ef hesturinn róast alls ekki og er mjög æstur og þjáður, talaðu þá við dýralækni. Það geta verið önnur heilsufarsleg vandamál fyrir hendi, sem þessi meðferð lagar ekki.
  6. Þegar þú hefur hækkað hljóðið aðeins, farðu þá eins að. Miðaðu við lið 2. 3. og 4.Svona hækkar þú hljóðstyrkinn smám saman, með eins eða fleiri daga millibili, þar til fullri hljóðhæð er náð, eins og verið sé að sprengja skotelda úti, nærri staðnum. Gerðu þetta eins hratt og mögulegt er, ekki dvelja við óbreytta hljóðhæð. Það er misjafnt hve langan tíma þetta tekur. Hestar eru þó að jafnaði fljótari að venjast hljóðum en hundar eru, og fyrir hest sem verið er að venja reglulega á hitt og þetta (“desensitize”), gæti þetta tekið niður í 1-2 daga. En það er engin regla.
  7. Þú þarft að muna hvaða hljóðhæð var stillt á síðast, svo þú getir haldið áfram á sama styrk eða örlítið hærri. Ef allt í einu er spilað á of miklum styrk getur hesturinn fengið áfall og hellst yfir hann hræðslan sem einmitt er verið að reyna að vinna með eða fyrirbyggja, sem getur tekið talsverðan tíma að laga. Það er nauðsynlegt að spila hljóðin á öllum stöðum þar sem hesturinn dvelur, inni í húsi og utandyra, í kerrunni, eða alla vega öllum stöðum þar sem búast má við að hann heyri flugeldarhljóð. Annars getur hann vanist hljóðum á einum stað, en verið jafn hræddur við þau á öðrum stað, (e. locational tolerance). Hesturinn má ekki átta sig á að þú setjir hljóðin af stað. Þau eiga að koma “fyrir tilviljun”. Ekki rjúfa hljóðin skyndilega, og alls ekki þannig að hesturinn átti sig að þú sért að því. Passaðu upp á að önnur áreiti séu ekki í gangi sem trufla. Láttu alla vita hvað er að gerast, svo allir séu sáttir. Svona hljóð eru ekki alltaf skemmtileg, en þetta eru bara 5-9 mínútur í einu.
  8. Til að fylgjast með hestinum er gott að skilja vel hræðslumerki. Smelltu hér til að sjá lista yfir hræðslumerki hesta.Sýndu sjálf/ur engin viðbrögð, eins og hljóðin skipti alls engu máli, og ekki bregðast við með vorkunn eða hughreystandi viðbrögðum ef hesturinn er órólegur. Með því sýnir þú að hljóðin skipta engu máli, enda eru hljóðin ekki hættuleg, og hesturinn áttar sig á því að lokum. Ef þú kjassar hestinn og talar í vorkunnartón þegar hann sýnir óöryggi heldur hann að það sé raunveruleg ástæða til að vera hræddur. Hvað hunda varðar, t.d. hafa sumir hundaeigendur  spanað upp enn meiri  hræðslu í hundinum sínum með slíku, og það getur hugsanlega átt við um hesta líka. Í staðinn áttu að lækka hljóðið og halda svo áfram frá þeim punkti. Passaðu upp á staðsetningu þína. Ef hesturinn fælist, stekkur til eða tekur á rás, vertu viss um að hesturinn stefni ekki á þig.
  9. Þegar þú spilar hljóðin á hljóðstyrk sem er eins og raunverulega sé verið að skjóta upp flugeldum, og hesturinn er orðinn vanur og rólegur yfir hljóðunum, enda hefur þol hans verið byggt upp “mjúklega”, stig af stigi, má telja að hesturinn sé útskrifaður! Til hamingju!
  10. Þó er ekki hægt að tryggja að hesturinn sé alveg sáttur þegar raunverulegum flugeldum, skotkökum og slíku er skotið upp. Heyrn hesta er ögn næmari en okkar, og hávaðasamir hvellir geta verið mjög óþægilegir, plús lykt af brennandi púðri, og svo sýnilegi hluti flugeldanna (sjá undir). Ef þú ert ekki örugg/ur um að búið sé að venja hestinn á hljóðin, hesturinn er órólegur, hafðu hann þá inni yfir áramótin og búðu um hann eins og mælt er með (sjá leiðbeiningar hér). Raunar skaltu hafa þessi ráð til reiðu, hvort sem þú telur hestinn tilbúinn eða ekki. Síðari tíma viðhald: Hestar geta “af-vanist” hljóðunum. Því er nauðsynlegt að viðhalda þessu með því að spila hljóðin aftur, til dæmis nokkrum vikum fyrir flugeldatíma.
  11. Það segir ekkert um “gæði” hestsins hve langan tíma þetta tekur, sem er mjög mismunandi (og margir eru ekki viðkvæmir fyrir þessu yfirleitt). Þetta er eins og að vera nærsýnn eða fjarsýnn, þú dæmir ekki manneskjuna eftir því. Það er því þarflaust að bera saman hesta og láta eins og einn sé betri en hinn.

Notar þú CD diskspilara?

audio-cd-w100px

Ef þú vilt spila af CD disk, eru tvær leiðir:

1  Þú getur brennt eigin CD disk með klassísku lausninni, notandi MP3 skrárnar á þessari síðu og einn tóman CD-R disk. Aðeins má gera diska til eigin nota, ekki til sölu eða fjáröflunar.

Þú getur keypt CD disk á Amazon. Það er ekki mikið úrval en Victoria Stilwell er með fireworks disk. Athugaðu þó að 18,81 dollara diskur kostar hingað kominn um 5.200 krónur með sendingu, afgreiðslugjaldi og virðisaukaskatti.

syniliegi-hluti-flugelda-mynd

Sýnilegi hluti flugeldanna. Geturðu þjálfað þann þátt?

Ef þú átt skjávarpa til að varpa á vegg í myrku hesthúsinu, eða utandyra í myrkri, geturðu spilað video, þar sem hesturinner tiltölulega nálægt. Þú ferð svipaðað og með hljóðin, þ.e. lætur myndina vera nokkuð langt frá í upphafi, og færir hestinn svo nær (eða myndina nær), þar til lætin á skjánum eru orðin þokkalega stór hluti sjónsviðsins. Það er hugsanlegt að hesturinn læri á sjónræna þáttinn líka. En þó ekki sé hægt að tryggja neitt, sakar ekki að reyna ef þú vilt það.Flugeldahljod.com hefur sérstakan áhuga á að heyra af árangri af svona tilraun.

Smelltu hér til að sjá myndskeið frá áramótum, á Youtube.

Smelltu hér til að sjá myndskeið frá flugeldasýningu, á Youtube.

Hljóðrásin er góð í þessu myndskeiði. Smelltu á ferninginn niðri til hægri við skjáinn á Youtube, þá færðu allan skjáinn (full screen). Þú getur hlaðið niður myndskeiðinu með til þess gerðri þjónustu, til dæmis þessari.

Lagaleg skilyrði (disclaimer) varðandi öryggi og árangur

Með því að hlaða niður og nota hljóðskrárnar og leiðbeiningarnar samþykkir þú þessi skilyrði, og staðfestir að þú hefur kynnt þér vel efni þessara vefsíðna og ferð vandlega eftir leiðbeiningunum. Flugeldahljod.com (TopFauna LLC) getur ekki ábyrgst árangur af þessari aðferð. Flugeldahljod.com (TopFauna LLC) getaaðeinslofað að hafa lagt mikla vinnu í að gera þessar lausnir og leiðbeiningar vel úr garði, og að ef að hópur gæludýra- og hestaeigenda nota þessar aðferðir þá á ástandið á gæludýrunum/hestunum, heilt yfir séð, að verða mun betra í þessu tilliti en annars hefði verið.Hér er boðið upp á sérstaklega samsettar hljóðskrár og leiðbeiningar, en þar fyrir utan eru fjórir megin þættir sem Flugeldahljod.com getur ekki haft áhrif á:

  1. * Gæludýr og hestar eru mismunandi að upplagi. Sum verða ekki hrædd við hljóð, önnur mjög hrædd. Sum ná frekar fljótt að venjast hljóðum, önnur taka lengri tíma, og örfá glíma við önnur heilsufarsleg, taugaleg, erfðafræðileg mál sem blandast í málið og gera að verkum að ekki er hægt að vinna með dýrið nema með aðkomu dýralæknis.
  2. Aðstæður eru mismunandi, og hljómtæki sem fólk á eru mismunandi.
  3. Eigendur eru mismunandi, með mismunandi nálgun að svona aðferð, og hafa mis mikinn tíma, en þessi aðferð krefst nokkurrar nákvæmni, sérstaklega klassíska aðferðin, en nýja aðferðin ætti að vera auðveldari og öruggari.
  4. Stundum koma upp óvænt tilvik sem enginn gat séð fyrir, en hafa áhrif á framvinduna.

Flugeldahljod.com getur ekki haft nein áhrif á þessa þætti. Lausnin á Flugeldahljod.com er © copyright 2015 allur réttur áskilinn, og er aðeins til einkanota. Notandi verður að sækja lausnina hingað og taka þátt í spurningakönnun, og má ekki áframselja lausnina.


show ip address