Velkomin í lausnirnar fyrir fugla á Flugeldahljod.com.
Vinsamlegast veldu hvora tegundina þú vilt nota:
Klassísk lausn
Eitt sett af hljóðum. Notandinn stillir hljóðhæðina á hljómtækjunum á hverju stigi, á mismunandi stöðum, og þarf að fylgja því vel eftir.
Ný lausn
Fimm pakkar af hljóðum. Notandinn stillir hljóðhæðina eftir þægilegri tónlist í upphafi. Hljóðhæð hljóðanna sem á eftir koma í hverjum hluta fyrir sig er u.þ.b. stillt rétt fyrir þann hluta.
Ertu á tölvupóstlistanum?
Að skrá sig á tölvupóstlistann er ekki lengur skilyrði fyrir að nota Flugeldahljod.com, en það væri gott að þú skráðir þig inn. Þá getur þú fengið senda tölvupósta með gagnlegum upplýsingum, tilkynningum til að minna þig á tímasetningar, og til að þú getir gefið svör eftirá um notkun þína á lausninni.
Smelltu hér til að skrá þig inn á tölvupóstlistann
Nánari útskýring á klassísku og nýju lausninni
Nýja lausnin
Þetta er ný lausn sem hefur verið í þróun hjá rekstraraðila Flugeldahljóð.com. Hún er þróuð til að bæta úr ágöllum sem eru á klassísku lausninni. Þessi lausn er meiri um sig en sú klassíska, en á móti með þá kosti fyrir eigandann og gæludýrið að vera einfaldari, auðveldari og öruggari, og því líklegra að hún sé kláruð alla leið á réttan hátt.
Þessi lausn felur í sér fimm pakka af hljóðum, sem skipt er á milli og spilað í réttri röð. Notandinn stillir hávaðann á hljómtækjunum svo að píanótónlistin sem er fremst í öllum pökkum í sömu hljóðhæð, sé í þægilegri hljóðhæð, og þá sömu gegnum allt ferlið. Svo taka við hljóðin. hljóðhæðin er stillt stighækkandi, mjög lág hljóðhæð í pakka eitt, en í fullum styrk í pakka fimm. Þetta er nýjung. Það eru líka minni eða engar líkur á að óvart séu hljóð spiluð of hátt. Það er hins vegar ögn flóknara að sýsla með fimm pakka í staðinn fyrir einn.
Ef notandinn vill nota CD diska er gert ráð fyrir fimm diskum. Með fimm diskum og einum pakka á disk er ekki hætta á að diskurinn spili áfram og yfir í of há hljóð. Það er e.t.v. hægt að setja fimm pakka á einn CD disk, en þá þarf eigandinn að vera á skeiðklukkunni til að stoppa á réttum stað, í stað þægindanna af því að aðeins er einn pakki á disknum og engin hætta ef menn gleyma sér.
Smelltu hér til að hlaða niður nýju lausninni og sjá leiðbeiningarnar.
Klassíska lausnin
Klassíska lausnin er sú lausn sem lang flestir bjóða, á sviði lausna til að fyrirbyggja eða vinna bug á vandamálum tengd hræðslu við ókunn hljóð.
Þessi lausn felur í sér eitt sett af hljóðum. Spila á hljóðin daglega þar til fuglinn er orðinn vanur þeim. Gæludýraeigandinn þarf að byrja meðferðina með því að stilla hljóðið mjög lágt, og hækka svo örlítið, milli daga þegar viðeigandi er, í hvert sinn sem hann/hún sér að gæludýrið er orðið rólegt og enga streitu er að sjá. Gæludýraeigandinn þarf að muna, eða skrá hjá sér, hver hljóðhæðin er á hverjum tíma í ferlinu. Þetta getur orðið flóknara þar sem nauðsynlegt er að leyfa gæludýrinu að heyra hljóðin á öllum stöðum þar sem gæludýrið eyðir tíma, ef mismunandi hljómtæki eru notuð. Það er einnig hætta á því að gæludýraeigandinn ruglist varðandi hljóðhæðina, og spili hljóð of hátt of snemma. Þá getur gæludýrið fengið áfall, sem getur tekið tíma að laga. Notandinn þarf því að vanda sig.
Ef notandinn vill nota CD diska er gert ráð fyrir einum diski.
Smelltu hér til að hlaða niður klassísku lausninni og sjá leiðbeiningarnar.
Klassísk eða ný? Hver er munurinn fyrir fuglinn?
Enginn munur. Það sem fuglinn upplifir er það sama. Að vísu eru minni líkur á mistökum með nýju aðferðinni.
Ef maður byrjar á annað hvort nýju lausninni eða klassísku, getur maður skipt yfir síðar?
Já, það er ekkert mál. Það eru sömu hljóð. Pakki/diskur nr. 5 í nýju lausninni er að öllu leiti sá sami og pakkinn/diskurinn í klassísku lausninni. Hinir fjórir pakkarnir í nýju lausninni eru sömu hljóðin, bara lægra stillt fyrirfram í samræmi við hvert skref.
Er flugeldatími að koma og ekki er búið að venja fuglinn að öllu leiti á flugeldahljóð?
Hér eru leiðbeiningar um hvað er gott að gera, svo að flugeldatíminn verði sem þolanlegastur fyrir fuglinn. Það er jafnvel ráðlegt að gera þetta þó að aðferðin hafi tekist vel að þínu mati.
Settu þessa síðu í bookmarks/favorites. Geymdu líka tölvupóstinn með slóðinni á síðuna.
Viltu hjálpa öðrum gæludýra- og hestaeigendum, og segja þeim frá þessari síðu? Póstaðu á Facebook, tístu á Twitter, sendu tölvupóst eða SMS með þessum slóðum
http://topf.cc/fh eða www.flugeldahljod.com
Deildu á Facebook / Deildu á Twitter
Vinsamlega ekki senda fólk beint á þessa síðu, þar sem nauðsynlegt er að fá það á tölvupóstlistann svo það sé hægt að gera könnun eftirá!
Myndskeið:
Af hverju hræðsla við hljóð?
…
Ráð gegn óþarfa hræðslu við hljóð hjá gæludýrum
…
Af hverju allar tegundir gæludýra, líka fuglar?