Velkomin/n!

hundur-bara-blurundirHundar geta verið mjög hræddir og liðið mjög illa vegna flugeldahljóða kringum áramót, stundum með slæmum afleiðingum. Það er hægt að minnka verulega eða eyða alveg þessu vandamáli hjá mörgum hundum, með því að venja þá á hljóðin, og gera þau þar með hversdagsleg og ekki ógnandi.

Það er einstaklingsbundið milli gæludýra hvaða tíma þetta tekur, og hversu langt má ná, og því er best að byrja strax!

Bein leið! Nú þarf ekki að skrá sig á póstlista.

Með því að nota lausnina hér á Flugeldahljóð.com samþykkir þú eftirfarandi skilmála (sjá neðst á síðunni):

Forupplýsingar og tvö myndskeið

Hér undir eru myndskeið og upplýsingar sem skýra hræðslu við hljóð, og aðferðir til að vinna á eða fyrirbyggja vandann.

Myndskeið:

Af hverju hræðsla við hljóð hjá hundum?

Ráð gegn óþarfa hræðslu við hljóð hjá hundum

Ertu á tölvupóstlistanum?

Að skrá sig á tölvupóstlistann er ekki lengur skilyrði fyrir að nota Flugeldahljod.com, en það væri gott að þú skráðir þig inn. Þá getur þú fengið senda tölvupósta með gagnlegum upplýsingum, tilkynningum til að minna þig á tímasetningar, og til að þú getir gefið svör eftirá um notkun þína á lausninni.

Smelltu hér til að skrá þig inn á tölvupóstlistann

Smella hér.

Ókeypis aðgangur að þróuðum lausnum fyrir hunda

Til þess að venja hundinn á flugeldahljóð, og önnur hljóð, verður að beita réttum aðferðum. Þessar aðferðir nefnast desensitization og habituation á ensku hjá fagfólki. Hér á þessari síðu færðu aðgang að hljóðum til að spila, sem eru niðurhalanlegar MP3 skrár, og réttum leiðbeiningum. Þetta er án endurgjalds, en verðmæti er annars um 1500-2000 krónur. Ef þú þarft CD disk eru leiðbeiningar um það þegar inn er komið. Þessi síða tengist vöruþróun þar sem nýjar lausnir eru þróaðar.

Hvaða hluti hunda á í erfiðleikum með flugeldahljóð og önnur hljóð?

Það er misjafnt hve langan tíma tekur að venja hunda á hljóð sem geta annars valdið vandræðum. Það er einstaklingsbundið. Um 20% hunda munu eiga verulega erfitt vegna hljóða sem þeir hræðast, um æfina, ef ekkert er að gert. Ákveðin hundakyn sem tilheyra fjárhunda og vinnuhundaflokkunum (herding and working breeds), þar eru hugsanlega allt að 40-50% af öllum hundum af þeim kynjum með vanda. Þetta eru m.a. terrier og collie hundar, shepherd hundar, golden retriever, beagle og irish setter.

Mun þetta hjálpa þínum hundi?

Þessar aðferðir hér á flugeldahljod.com munu hjálpa mörgum hundum að verulegu leiti. Hvort að þinn hundur, sem lest þetta, muni fá fulla lausn er erfiðara að segja enda veit ég ekki hver þú og þinn hundur eruð. Ég get aðeins gefið almennar upplýsingar. En það er mjög þess virði að reyna. Segjum að það sé mjög líklegt að þinn hundur muni hafa betri stöðu eftir svona aðferð.

Af hverju allar tegundir gæludýra?

af-hverju-allar-tegundir

 

manifesto-islenska

Lagaleg skilyrði (disclaimer) varðandi öryggi og árangur

Með því að hlaða niður og nota hljóðskrárnar og leiðbeiningarnar samþykkir þú þessi skilyrði, og staðfestir að þú hefur kynnt þér vel efni þessara vefsíðna og ferð vandlega eftir leiðbeiningunum. Flugeldahljod.com getur ekki ábyrgst árangur af þessari aðferð. Flugeldahljod.com geta aðeins lofað að hafa lagt mikla vinnu í að gera þessar lausnir og leiðbeiningar vel úr garði, og að ef að hópur gæludýraeigenda nota þessar aðferðir þá á ástandið á gæludýrunum, heilt yfir séð, að verða mun betra í þessu tilliti en annars hefði verið. Hér er boðið upp á sérstaklega samsettar hljóðskrár og leiðbeiningar, en þar fyrir utan eru fjórir megin þættir sem Flugeldahljod.com getur ekki haft áhrif á:

  1. Gæludýr eru mismunandi að upplagi. Sum verða ekki hrædd við hljóð, önnur mjög hrædd. Sum ná frekar fljótt að venjast hljóðum, önnur taka lengri tíma, og örfá glíma við önnur heilsufarsleg, taugaleg, erfðafræðileg mál sem blandast í málið og gera að verkum að ekki er hægt að vinna með dýrið nema með aðkomu dýralæknis.
  2. Aðstæður eru mismunandi, og hljómtæki sem fólk á eru mismunandi.
  3. Eigendur eru mismunandi, með mismunandi nálgun að svona aðferð, og hafa mis mikinn tíma, en þessi aðferð krefst nokkurrar nákvæmni, sérstaklega klassíska aðferðin, en nýja aðferðin ætti að vera auðveldari og öruggari.
  4. Stundum koma upp óvænt tilvik sem enginn gat séð fyrir, en hafa áhrif á framvinduna.

Flugeldahljod.com getur ekki haft nein áhrif á þessa þætti. Lausnin á Flugeldahljod.com er © copyright 2015 allur réttur áskilinn, og er aðeins til einkanota. Notandi verður að sækja lausnina hingað og taka þátt í spurningakönnun, og má ekki áframselja lausnina.


show ip address