Hér eru upplýsingar um hræðslumerki hjá mismunandi tegundum gæludýra
1. Hundar
2. Kettir
3. Búrfuglar
4. Smádýrin
…
1. Hundar
Óvirk viðbrögð
Eyru leggjast aftur
Skottið sett á milli afturfóta
Mikill skjálfti
Ýlfrar og lítill í sér
Slefar mikið
Missir matarlyst
Svarar ekki kalli
Virkari viðbrögð
Geltir mikið og gólar
Reynir að flýja hljóðin og ljósin með því að fela sig t.d. undir sófa eða rúmi, inni í fjarlægu herbergi eða skríður inn í skáp
Reynir að komast út til að flýja
Mígur eða skítur þar sem hann er staddur
Tryllist. Veður um og krafsar, bítur og nagar húsgögn og húsmuni
Sker sig, særir fótaþófa og munn, brýtur eigin tennur
Það hefur gerst erlendis að stórir hundar, trylltir af hræðslu, stökkva út í gegnum stóra glerrúðu sem þeir mölbrjóta og særa sjálfa sig um leið sem róar þá ekki niður.
Stundum hlaupa hundar ærir af hræðslu út á vegi og hraðbrautir með mikilli bílaumferð, með vondum afleiðingum (verða fyrir bílum).
Hundar hafa tínst og ekki fundist aftur, en það á við um stóru löndin.
2. Kettir
Viðbrögð katta sem eru óvanir og hræddir við flugelda geta verið eftirfarandi:
Hniprar sig saman og titrar
Neitar að láta taka sig upp
Flýr og finnur sér stað að fela sig á
Vill ekki leika eða eiga samskipti
Klórar húsgögn, teppi og fólk
Getur migið þar sem hann á ekki að míga, einnig skitið eða kastað upp
Getur orðið viðskotaillur og árásargjarn gagnvart eiganda og öðrum, oft til að komast í burtu
Stundum hlaupa kettir ærir af hræðslu við flugeldaskothríð út á vegi og hraðbrautir með mikilli bílaumferð, með vondum afleiðingum.
–
Athugaðu að þetta eru almenn einkenni. Stundum geta einkenni komið vegna annarra undirliggjandi vandamála, en þá þarf að leita ráða hjá fagmanneskju, t.d. dýralækni.
3. Búrfuglar
Viðbrögð geta verið tvenns konar:
- Fuglinn/fuglarnir verða einkennilega litlir í sér og þögulir, eins og þeir séu að hlusta eftir þessum einkennilegu hljóðum og átta sig á þeim.
- Fuglarnir garga á móti eins og til að mótmæla eða svara þessum einkennilegu hvellum, ýlum og sprengihljóðum.
Þeir þrýsta sér upp að rimlunum eða leita vars í litla kofanum í búrinu, ef slíkur er þar.
Stundum geta þessi einkenni komið vegna annarra undirliggjandi vandamála, en þá þarf að leita ráða hjá fagmanneskju, t.d. dýralækni.
4. Smádýrin
Viðbrögð kanína sem eru óvanar og hræddar við flugelda geta verið eftirfarandi:
Hniprar sig saman og titra, meira en venjulega
Æsingakennd bygging á hreiðri í hálminum inni í búrinu
Fela sig inni í innsta horni á búrinu, undir hálmi
Eru eins og “frosin” í langan tíma
Svara ekki neinu kalli
Standa grafkyrr
Stappa niður fótunum
Snúast í hringi
Leggja eyrun aftur
Gnísta tönnum
Stundum geta þessi einkenni komið vegna annarra undirliggjandi vandamála, en þá þarf að leita ráða hjá fagmanneskju, t.d. dýralækni.
…
Þessar upplýsingar eru fengnar héðan og þaðan, úr bókum og af vefnum. Ef þú hefur við þetta að bæta, endilega sendu póst á postur@flugeldahljod.com.