Viðbrögð kanína sem eru óvanar og hræddar við flugelda geta verið eftirfarandi:

Hniprar sig saman og titra, meira en venjulega

Æsingakennd bygging á hreiðri í hálminum inni í búrinu

Fela sig inni í innsta horni á búrinu, undir hálmi

Eru eins og “frosin” í langan tíma

Svara ekki neinu kalli

Standa grafkyrr

Stappa niður fótunum

Snúast í hringi

Leggja eyrun aftur

Gnísta tönnum

 

Stundum geta þessi einkenni komið vegna annarra undirliggjandi vandamála, en þá þarf að leita ráða hjá fagmanneskju, t.d. dýralækni.

… 

Þessar upplýsingar eru fengnar héðan og þaðan, úr bókum og af vefnum. Ef þú hefur við þetta að bæta, endilega sendu póst á postur@flugeldahljod.com.


show ip address