Viðbrögð katta sem eru óvanir og hræddir við flugelda geta verið eftirfarandi:

 

Hniprar sig saman og titrar

Neitar að láta taka sig upp

Flýr og finnur sér stað að fela sig á

Vill ekki leika eða eiga samskipti

Klórar húsgögn, teppi og fólk

Getur migið þar sem hann á ekki að míga, einnig skitið eða kastað upp

Getur orðið viðskotaillur og árásargjarn gagnvart eiganda og öðrum, oft til að komast í burtu

Stundum hlaupa kettir ærir af hræðslu við flugeldaskothríð út á vegi og hraðbrautir með mikilli bílaumferð, með vondum afleiðingum.

Athugaðu að þetta eru almenn einkenni. Stundum geta einkenni komið vegna annarra undirliggjandi vandamála, en þá þarf að leita ráða hjá fagmanneskju, t.d. dýralækni.

Þessar upplýsingar eru fengnar héðan og þaðan, úr bókum og af vefnum. Ef þú hefur við þetta að bæta, endilega sendu póst á postur@flugeldahljod.com.


show ip address