Viðbrögð katta sem eru óvanir og hræddir við flugelda geta verið eftirfarandi:
Hniprar sig saman og titrar
Neitar að láta taka sig upp
Flýr og finnur sér stað að fela sig á
Vill ekki leika eða eiga samskipti
Klórar húsgögn, teppi og fólk
Getur migið þar sem hann á ekki að míga, einnig skitið eða kastað upp
Getur orðið viðskotaillur og árásargjarn gagnvart eiganda og öðrum, oft til að komast í burtu
Stundum hlaupa kettir ærir af hræðslu við flugeldaskothríð út á vegi og hraðbrautir með mikilli bílaumferð, með vondum afleiðingum.
–
Athugaðu að þetta eru almenn einkenni. Stundum geta einkenni komið vegna annarra undirliggjandi vandamála, en þá þarf að leita ráða hjá fagmanneskju, t.d. dýralækni.
…
Þessar upplýsingar eru fengnar héðan og þaðan, úr bókum og af vefnum. Ef þú hefur við þetta að bæta, endilega sendu póst á postur@flugeldahljod.com.