deildu-a-facebook-button-half deildu-a-twitter-button-half

Ókeypis lausn til að venja gæludýrið eða hestinn á hljóð í flugeldum

all-animals-wholehorse-jpeg-280x280px

Sjálf áramótin nálgast! Hér eru ráðleggingar um hvað er best að gera um sjálf áramótin, til að gera flugeldastundina sem þolanlegasta fyrir dýrin.

Ertu ekki viss um að þú hafir náð að venja gæludýrið á hljóð í flugeldum? Þessi ráð er líka gott að nota fyrir þau sem talið er að séu búin að ná því að vera róleg, til öryggis: Sex flokkar ráðlegginga fyrir hunda, ketti, hesta, fugla, smádýr og heimili með blandaðar tegundir gæludýra. Smelltu hér.

flugeldahljod-radleggingar-aramot-allt

Ef þú þekkir til fólks sem á gæludýr, sem er hrætt við flugelda, segðu viðkomandi endilega frá Flugeldahljod.com. Þegar 2-3 mánuðir eru til stefnu er besti tíminn til að byrja ferlið, og venja gæludýrið við flugeldahljóð í tíma! Best er að skrá sig á tölvupóstlistann til að fá tilkynningar:


Veldu þína gerð af dýri:

typeicon-textright-03-hestar-w250-h59px

Lausn fyrir hesta

(Ath ný hljóð fyrir hesta)

 


Ertu á tölvupóstlistanum?

Að skrá sig á tölvupóstlistann er ekki lengur skilyrði fyrir að nota Flugeldahljod.com, en það væri gott að þú skráðir þig inn. Þá getur þú fengið senda tölvupósta með gagnlegum upplýsingum, tilkynningum til að minna þig á tímasetningar, sérstakar kynningar, og til að þú getir gefið svör eftirá um notkun þína á lausninni.

Smelltu hér til að skrá þig inn á tölvupóstlistann

Smella hér.


Stuðningur – eða kaupa íslenska hönnun?

Viltu styrkja starfsemi Flugeldahljod.com með beinum styrk? Nokkurra ára vinna og engar tekjur eða styrkir eru að baki við að þróa leiðir til að bæta líf gæludýra.

Ef þú gefur upp tölvupóst setjum við hann á tölvupóstlistann (ef pósturinn er þar ekki nú þegar), og þú færð tilkynningar frá Flugeldahljod.com. Ef þú setur inn tölvupóstinn færðu senda kvittun fyrir stuðningnum.

Veldu upphæð til að styrkja, eða sláðu inn eigin upphæð. Upphæðir eru í USD og hefur gengið verið í kringum 120-130 krónur/USD.





Hönnunarvara sem styrkir Flugeldahljóð gerð “örugg”

Ert þú að leita að flottri jólagjöf fyrir hunda eða kattaeiganda, eða vilt gleðja sjálfa/n þig, þá er systurstarfsemi Flugeldahljóða hönnunarmerkið DuFauna. Þar má fá sérhannaða skartgripi og fleira, og einnig verða bráðlega armbandsúr.

Skoðaðu dýrðina á: www.dufauna.com.

Hvert stykki er framleitt í aðeins einu eintaki í einu. Framleiðslan er í USA, Kanada og Kína. Til að fá vöruna til landsins tímanlega fyrir jólin er nauðsynlegt að panta fyrir lok nóvember. Með því að kaupa hönnun frá DuFauna styrkir þú þróun þessarar lausnar. Notaðu kóðann FLUGELD í vefversluninni og þá færðu 10% afslátt.

 

Eða ef þú hefur áhuga á Víkingaarfleifðinni þá geturðu skoðað með hönnunina á www.lookviking.com. Að kaupa hönnunina þar styrkir líka þróunina á lausninni. Notaðu kóðann FLUGELD í vefversluninni og þá færðu 10% afslátt.

Um lausnina:

Hljóð í flugeldum geta valdið mikilli skelfingu hjá gæludýrunum okkar og líka hestum.

Stærsti hluti vandans er þó sá að hljóðin eru óþekkt, og að þau koma skyndilega, en dýrin eru forrituð frá náttúrunni til að gjalda varhug við því óþekkta sem kemur skyndilega.

Það er hægt að laga eða fyrirbyggja vandann. Með því að beita aðferðum sem kallast desensitization eða habituation á fagmáli er hægt að venja dýrin við hljóðin, þar sem þau læra að ekkert skelfilegt gerist þegar hljóðin heyrast.

Til þess þarftu réttu lausnina, og hún er hér. Ókeypis. Ekki bíða með að byrja því það þarf tíma til að klára málið.* Að spila hljóð er eina náttúrulega lausnin á þessum vanda.

En það er hins vegar ekki hægt að fara í þetta fáeinum dögum fyrir áramót. Það þarf nokkrar vikur. Vilt þú hjálpa gæludýrinu þínu eða hestinum?

Til hamingju ef þú ert til í það. Flugeldahljóð.com bjóða háþróaða lausn, ókeypis, hljóðskrár og leiðbeiningar, til að sem flest gæludýr og hestar á Íslandi megi eiga áhyggjulaus áramót. Aðeins er beðið um fá að fylgjast með. Þú þarft svo aðeins einhverskonar hljómtæki og hátalara sem geta á endanum spilað hljóðin nokkuð raunverulega, þar sem dýrið er.

soundcloud-logo-83x50-px-jpg  Nýtt: Notarðu nettengingu? Nú getur þú streymt hljóðunum beint og frítt af SoundCloud.com til viðbótar við að spila MP3 skrár og CD diska. Þú finnur tengilinn á lausnasíðu.

 


youtube-logo-100x46-px-jpg  Einnig: Áttu stórt sjónvarp eða notar þú skjávarpa með góðri skerpu? Á lausnasíðum eru líka tenglar á Youtube myndskeið af flugeldum.
 Bæði eru sérsniðin fyrir verkefnið Flugeldahljóð! Hugsanlegar getur gæludýrið vanist á ljósblossana ef þú hefur skjáinn sýnilegan. Byrjaðu nokkuð langt frá skjánum og færðu svo skref fyrir skref nær, þar til á endanum er gæludýrið  mjög nálægt skjánum. Þannig getur gæludýrið vanist smám saman á ljósin, eins og það venst smám saman á hljóðin. Hér eru beinir tenglar á myndskeiðin á Youtube: Flugeldasýning og flugeldaklikkun á áramótum. Einnig eru tenglar á lausnasíðum.

Þeir aðilar sem vinna ýmiskonar sjálfboðaliðastarf og afla fjár með sölu skotelda vinna mjög gott starf, en það er ekki verra ef gæludýrin þola “gleðina” betur! Mörgum gæludýraeigendum er meinilla við flugeldana, en það er varla raunhæft að Íslendingar hætti alveg að skjóta þeim upp um áramót. Í staðinn hafa gæludýraeigendur þann valkost að búa gæludýrin og hestana betur undir flugeldatímann. Hér er grunn lausnin ókeypis.

* Hvað tekur þetta langan tíma? Er nægur tími til að gera þetta fyrir áramótin? Það fer eftir því hvenær þú lest þessi orð.

Það tekur mjög misjafnlega langan tíma að venja dýr á ókunnug hljóð. Það fer bæði eftir tegundum (það tekur lengri tíma með hunda en með hesta), og það er líka einstaklingsbundið innan tegundar. Slepptu þessu þó ekki. Þó aðeins sé frekar stuttur tími til áramóta er hugsanlegt að þú getir lagað stöðuna verulega, eða lagað hana alveg ef þitt dýr er ekki mjög viðkvæmt. Þessi lausn er ókeypis hvort eð er (MP3 skrárnar), svo endilega prófaðu. Einnig eru í boði vandaðar leiðbeiningar um hvað sé best að gera þegar flugelda”brjálæði” er í gangi, sér sniðið fyrir þína tegund af dýri, ef ekki hefur tekist að venja dýrið alveg á þessi hljóð. Hér finnur þú tenglana á þær síður.

marktak-logo-163x46-jpgErtu í rekstri og þarft að láta vinna sérverkefni í markaðsmálum og almennum rekstri? Flugeldahljod.com er unnið í samvinnu við Marktak Verkefnastofu sem er haldið úti af sama aðila.

af-hverju-allar-tegundir

 

manifesto-islenska

 

 

Orðsending í október 2019 – Flugeldahljóð opnuð á ný

September er kominn og þá er vefsíðan ‘Flugeldahljóð gerð „örugg“’ opnuð aftur. (www.flugeldahljod.com). Þar færðu aðgang að leiðbeiningum og hljóðskrám svo þú getir unnið að því að gæludýrið muni ekki hræðast hljóðin í flugeldum sem dynja á okkur um áramótin. Sendir voru út spurningalistar til innskráðra notenda eftir áramótin til að athuga hvernig hefði gengið (þetta var ástæða þess að notendur þurftu að skrá sig inn á póstlista). Í ljós kom að flestir höfðu byrjað helst til of seint til að geta náð árangri. En nú er tíminn enda rúmir þrír mánuðir til stefnu. Mis langan tíma tekur að venja gæludýr, sem eru viðkvæm, við þessi hljóð. Vertu velkomin/n að nota lausnina.

Grunn lausnin var var ókeypis í fyrra og svo er nú líka. Þú getur brennt eigin CD disk ef þú þarft slíkan, og þarft ekki að greiða aukalega fyrir það.

Aðferðafræðin í lausninni er löngu þekkt og kallast habituation (þegar verið er að venja gæludýr sem er ekki orðið hrætt við hljóðin fyrirfram) eða desensitization (þegar verið er að laga hræðslu gæludýrst sem er þegar orðið hrætt við hljóð). Flugeldahljod.com gerir nákvæmlega það, en skipulagið á verkferlinu sem maður framkvæmir til að gera þetta er breytt og endurbætt í  „nýju lausninni“ með fimm þrepa skipulagi, sem þú getur valið að nota, eins og þú getur notað hefðbundnu lausnina sem er einnig í boði, ef þú vilt. Tilgangurinn með þessari síðu er m.a. að fá viðbrögð við hvernig fólki gekk, með báðar aðferðir.

Vefurinn náði góðum vinsældum í fyrra. Um 450 manns skráðu sig á póstlistana til að fá aðgang að lausninni – hljóðskrám og leiðbeiningum. Heildar fjöldi heimsókna var um 3.500, og vefurinn fékk um 650 heimsóknir daginn fyrir áramótin, þegar sérstakar leiðbeiningar um áramótin sjálf höfðu verið settar inn, fyrir þau sem voru ekki búin að gera gæludýrið „ónæm“ og óhrædd fyrir flugeldahljóðunum. Lausnin fékk heilsíðuumfjöllun í DV og pláss á forsíðu þann 8. desember 2015.

Velkomin/n og þú mátt líka segja öðrum frá.


deildu-a-facebook-button-half deildu-a-twitter-button-half

Hafa samband

Höfundarréttur © Copyright 2017 Flugeldahljóð.com – öll réttindi áskilin


show ip address